Hverjir eru sigrar ársins?
Hverjir eru sigrar ársins?
Nú þegar áramótin eru á næsta leiti eru margir farnir að huga að því að setja sér ný markmið - en áður en hafist er handa við að smíða nýju markmiðin getur verið gott að byrja á að skoða hverju þú hefur áorkað á árinu sem er að líða.
Þetta getur þú gert í þremur einföldum skrefum:
Veldu þér sjónarhorn
Byrjaðu á því að ákveða fyrir hvern þú ert að gera þessa samantekt: Er samantektin fyrir þig sem stjórnanda - eða fyrir þig og teymið þitt? Þetta getur verið góð samverustund fyrir þig og teymið þitt í desember.
Skrifaðu niður
Skrifaðu niður allt sem þú og/eða teymið þitt hafið áorkað á árinu. Taktu fyrir einn mánuð í einu, notaðu dagatalið og rifjaðu upp helstu sigrana.
Sigrar geta verið áætlanir sem stóðust, markmið sem þið náðuð eða jafnvel nýjar starfsstöðvar eða starfshættir, svo eitthvað sé nefnt
Notaðu Miro, Whiteboard, Exel eða bara blað og penna til að skrá allt niður. Skrifaðu niður í hverju tilviki fyrir sig í hverju sigurinn fólst.
Stærsti sigurinn
Að lokum skaltu skrifa niður hvaða sigri þú ert stoltust/stoltastur af og hvers vegna. Það getur verið allt frá smáum atriðum yfir í stór. Veldu eitt orð sem einkennir árið sem er að líða.
Skoðaðu vel sigra ársins og fagnaðu þeim. Þessi samantekt mun gefa þér kraftinn til að setja þér ný markmið og koma sterk/ur til leiks inn í nýtt ár!