Hafdís Huld hlýtur viðurkenningu fyrir faglega og framúrskarandi verkefnastjórn
Framúrskarandi verkefnastjórn
Hafdís Huld, önnur eiganda RATA, var á dögunum kosin MPM-ari ársins 2024 af MPM-námið á Íslandi - meistaranámi í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík - en valinn er einstaklingur á hverju ári sem þykir skara fram úr hvað varðar faglega verkefnastjórn. Hafdís stofnaði RATA árið 2020, ásamt Svava Björk, en þær kynntust einmitt í MPM náminu.
Hafdís hefur stýrt fjölmörgum verkefnum hjá RATA. Mörg þeirra eiga það sameiginlegt að vera stór, flókin, eitthvað nýtt sem hefur aldrei verið gert áður og unnin með einstaklega góðu fólki með verðugan tilgang. Sem dæmi má nefna verkefnastjórn og ráðgjöf við gerð aðgerðaáætlunar ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 og verkefnastjórn á umfangsmikilli uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og Naustavarar. Nýlega tókst hún á við það stóra verkefni að þvera Vatnajökul með góðum hópi fólks en útivist á hug hennar allan utan vinnu og hefur hún síðastliðin fjögur ár haldið í þá hefð að fara í mánaðarlega útilegu - sama hvernig viðrar.
Við hjá RATA erum stolt af þessari viðurkenningu og því frábæra starfi sem Hafdís hefur unnið. 👏
Nánar um viðurkenninguna má sjá HÉR