Hvað einkennir heilbrigða vinnustaði?

Sex þættir heilbrigðs vinnustaðar

Samkvæmt rannsóknum Maslach þá má greina sex þætti sem einkenna heilbrigða vinnustaði

Sjálfbært álag

Að álag sé á þann máta að verkefnin séu viðráðanleg. Jafnvægi á milli þeirra krafna og þeirra úrræða/tíma sem starfsmenn hafa.

Að hafa stjórn // sjálfræði

Að hafa stjórn á aðstæðunum og umboð til framkvæmda. Frelsi til þess að leysa úr verkefnum á sem bestan hátt og koma með nýjungar.

Viðurkenning & umbun

Snýr ekki bara að peningum heldur einnig að vera metin að verðleikum og upplifa það á vinnustaðnum. Aðrir kunna að meta störf þín og þú veist að þitt framlag skiptir máli

Teymisvinna

Samstaðan og samvinnan í teyminu. Starfsmenn finna fyrir stuðningi og trausti.

Sanngirni

Sanngirni og að allir séu jafnir og fái jöfn tækifæri. Að maður finni fyrir virðingu og jafnrétti.

Skýr gildi & mikilvægi starfs

Af hverju er ég hér í vinnu? Hver er tilgangurinn og af hverju skiptir málefnið mig máli?

Previous
Previous

Hugmyndasmiðir

Next
Next

Að rata í frumkvöðlaumhverfinu