Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Að vera leiðandi felur í sér mikla ábyrgð. Eitt það mikilvægasta sem leiðtogi tileinkar sér er að vera stöðugt að læra og bæta við sig þekkingu.

Fyrir stuttu sóttu Hafdís og Svava námskeiðið Ábyrgð og árangur stjórnarmanna hjá Opna háskólanum í Reykjavík. Við hjá RATA lítum á endurmenntun sem ómissandi hluta af starfi okkar. Endurmenntun gefur okkur tækifæri til að þróast í starfi - verða betri leiðtogar.

Hafdís og Svava kynntumst í MPM-náminu í HR árið 2013 og því ánægjulegt að mæta aftur saman í HR, rifja upp gamlar minningar og sjá hversu mikið þær hafa lært saman.

Góðir stjórnarhættir og fagleg vinnubrögð auka líkurnar á árangri fyrirtækja og sjáum við það vel í gegnum okkar viðskiptavini. Rekstur fyrirtækja snýst um fólk, teymisvinnu, skipulag og samskipti og með þessu námi höfum við dýpkað skilning okkar á þessum viðfangsefnum.

Eftir að hafa lokið námskeiðinu Ábyrgð og árangur stjórnarmanna erum við orðnar enn öflugri stjórnarmenn.

Previous
Previous

Eva Rún til liðs við RATA

Next
Next

Anna Katrín til liðs við RATA