Við styðjum þína vegferð með fjölbreyttum hætti

unsplash-image-zoCDWPuiRuA.jpg

Vinnustofur

Þarft þú og þitt teymi að ná fram ákveðnum afurðum á stuttum tíma? Stundum getur verið gott að fá utanaðkomandi aðila til þess að einfalda framkvæmdina, spyrja kjánalegu spurninguna og hjálpa teyminu að halda fókus. Við sérsníðum vinnustofur að ykkar þörfum. Með skipulagi og góðri tímastjórnun sjáum við til þess að við fáum sem mest út úr vinnustofunni.

 
unsplash-image-KigTvXqetXA.jpg

Starfsdagar

RATA býður upp á starfsdaga sem sérsniðnir eru að hverjum viðskiptavin. Við beinum athyglinni helst á skipulag, liðsheild, samskipti, traust, sjálfsstyrkingu og kátínu. Eins höldum við starfsdaga þar sem meginfókusinn er að kveikja á frumkvöðlahugsun meðal starfsmanna

 

Textaskrif

RATA sér um textaskrif fyrir fyrirtæki, eins og texta fyrir vefsíður fyrirtækja, samfélagsmiðla, fréttabréf og skýrslugerð. Við tökum að okkur að vinna texta frá grunni eftir þörfum fyrirtækja eða laga og uppfæra þann texta sem til er. Við aðstoðum við að koma skilaboðum á framfæri í hnitmiðuðum texta í takt við ímynd fyrirtækisins.

 
unsplash-image-uNBYT-gizhU.jpg

Hugarflug

RATA býður upp á starfsdaga sem sérsniðnir eru að hverjum viðskiptavin. Við beinum athyglinni helst á skipulag, liðsheild, samskipti, traust, sjálfsstyrkingu og kátínu. Eins höldum við starfsdaga þar sem meginfókusinn er að kveikja á frumkvöðlahugsun meðal starfsmanna

 
unsplash-image-Hb6uWq0i4MI.jpg

Námskeið og fyrirlestrar

RATA er í góðu samstarfi við fjölmarga aðila þegar kemur að námskeiðum og fræðslu. Í samstarfi við EHÍ, HR, HÍ, NTV, MSS, Stjórnvísi og Dokkuna hefur RATA haldið námskeið og veitt innblástur að efni sem snýr að:

  • Stjórnun og leiðtogafærni

  • Árangursríkri teymisvinnu

  • Fjarteymisvinnu og árangursrík fjarsamskipti

  • Verkefnastjórnun

  • Verkefnastjórnun fyrir sjálfstætt starfandi eldhuga

  • Kraftmiklum kynningum

  • Að skapa sín eigin tækifæri

  • Frá hugmynd að viðskiptatækifæri

 
CGB_RATA_WebRes-16.jpg

Heilbrigður vinnustaður

Okkur hjá RATA er umhugað um fólk og við viljum stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu. Menningu þar sem starfsfólk tekst á við krefjandi verkefni án þesss að eiga hættu á því að brenna út. RATA býður upp á fimm mánaða ferðalag þar sem við saman byggjum grunninn að því að skapa heilbrigt starfsumhverfi sem einkennist af skýrum tilgangi, skýrri stefnu, trausti, sýnilegri verkaskiptingu og ábyrgð, skipulagi, eftirfylgni, mælikvörðum og leiðarvísi að því hvernig við sem teymi náum saman árangri.

 
 
kort.jpg

Stuðningsumhverfi frumkvöðla

Brennur þú fyrir því að skapa stuðningsumhverfi fyrir frumkvöðla á Íslandi. Umhverfi þar sem frumkvöðlar eiga auðvelt með að rata í gegnum frumskóg frumkvöðlaumhverfisins? Við hjá RATA viljum leggja allt okkar á vogarskálarnar til að styrka stuðningsumhverfi frumkvöðla. Ef þú ert með hugmynd/verkefni sem stuðlar að því endilega hafðu samband

 
unsplash-image-Q1p7bh3SHj8.jpg

Stærri umbótaverkefni

Það getur verið gott að staldra við, taka stöðuna, forgangsraða og hlaupa síðan aftur afstað. Við getum aðstoðað ykkur við að ná áttum og enn meiri árangri í ykkar umbótavinnu.

Ert þú að tengja við tilganginn okkar en sérð ekki nákvæmlega það sem þú þarft á að halda eða ert ekki alveg viss hvað þú þarft? Endilega hafðu samband